Breiðfylking mynduð á Grænlandi

Jens-Frederik Nielsen, leiðtogi Demokraatit, fagnar hér með stuðningsmönnum er ljóst …
Jens-Frederik Nielsen, leiðtogi Demokraatit, fagnar hér með stuðningsmönnum er ljóst var að flokkurinn hafði sigrað síðustu kosningar. AFP

Allt bendir til þess að ný ríkisstjórn verði kynnt á Grænlandi á morgun. Samkvæmt heimildum grænlenska miðilsins KNR verður stjórnarsáttmáli undirritaður klukkan 11.

KNR greinir frá því að meirihlutinn verði myndaður af borgaralega flokknum Demokraatit ásamt vinstri flokkunum Inuit Ataqatigiit og Siumut, og frjálslynda flokknum Atassut.

Einn flokkur í stjórnarandstöðu

Þingkosningarnar í Grænlandi voru haldnar 11. mars, þar sem Demokraatit bar sigur úr býtum með 29,9% atkvæða.

Eini flokkurinn sem verður á þingi en ekki hluti af meirihlutanum er sjálfstæðisflokkurinn Naleraq, en hann hlaut næstflest atvæði í þingkosningunum, eða 24,5%.

Flokkurinn leggur áherslu á að Grænlendingar öðlist sjálfstæði sem fyrst og vill auka samstarf við Bandaríkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert