Með hliðsjón af mati á aðstæðum í Öskjuhlíð í kjölfar grisjunar á trjágróðri, hefur Samgöngustofa afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31 sem sett var í þágu flugöryggis.
Flugbrautinni var lokað 8. febrúar. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, sagði ákvörðunina hafa verið tekna á grundvelli nýs áhættumats Isavia Innanlandsflugvalla sem sýndi að trjágróður ógnaði flugöryggi.