Innbrot í skóla og framleiðsla fíkniefna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn gistir í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið en sá var handtekinn eftir innbrot í skóla. Lögreglan á lögreglustöð 4, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, handtók hann.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna hennar frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. 59 mál/verkefni voru skráð í kerfi lögreglu á þessum tíma.

Lögreglustöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, hafði afskipti af fólki á heimili vegna framleiðslu fíkniefna. Málið var afgreitt með aðkomu barnaverndar vegna barna á heimilinu.

Tilkynnt var um vinnuslys á hóteli í miðborginni. Einn var fluttur með minniháttar meiðsli á slysadeild til aðhlynningar. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna fjársvika en þar höfðu farþegar ekki greitt fyrir þjónustu leigubifreiðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert