Íslenskar bækur í gervigreind Meta

Meta notar gervigreindartól sitt fyrir Facebook, WhatsApp og Instagram. Meta …
Meta notar gervigreindartól sitt fyrir Facebook, WhatsApp og Instagram. Meta AI hefur verið notað af hundruðum milljóna manna. AFP

„Þarna er mjög einbeittur brotavilji hjá þessu stórfyrirtæki, sem hlýtur að hafa einhverjar afleiðingar,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambandsins.

Nú standa yfir málaferli rithöfunda gegn Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp, er snúa að brotum á höfundarrétti þegar fyrirtækið notaði í leyfisleysi efni höfundanna til að þjálfa gervigreindartól sitt.

Efnið var sótt til LibGen, sem er bókasafn á netinu þar sem efni er hlaðið ólöglega inn. Þar er að finna mikið magn af íslensku efni, svo sem þýddar bækur eftir Arnald Indriðason, Halldór Laxness og vísindagreinar eftir þekkta Íslendinga. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert