Logi skipaði Lovísu í embætti listdansstjóra

Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur skipað Lovísu Ósk Gunnarsdóttur í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Embættið var auglýst laust til umsóknar 3. desember. Alls bárust 8 umsóknir um starfið, að því er segir í tilkynningu. 

Lovísa Ósk stundaði undirbúningsnám í dansi við Balletakademian í Stokkhólmi í Svíþjóð og lauk atvinnudansaranámi þaðan árið 2002. Lovísa lauk meistaranámi í sviðslistum (MFA) við Listaháskóla Íslands árið 2020 og árið 2022 lauk hún MPM gráðu í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Lovísa starfaði um árabil sem dansari í Íslenska dansflokknum en hefur auk þess verið sjálfstætt starfandi danshöfundur, dansari og listrænn stjórnandi um árabil og hlotið tilnefningar og verðlaun fyrir dansverk sín og túlkun, segir enn fremur í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert