Menntaskólinn við Hamrahlíð fór með sigur af hólmi í úrslitum Gettu Betur í kvöld, annað árið í röð.
Ríkisútvarpið greinir frá.
Gegn MH keppti lið Menntaskólans á Akureyri. Var um jafna keppni að ræða þar sem liðin skiptust á að leiða þar til MH bar að lokum sigur úr býtum.
Hefur MH nú unnið keppnina þrisvar sinnum.
Lið MH var skipað Atla Ársælssyni, Flóka Dagssyni og Valgerði Birnu Magnúsdóttur. Í liði MA voru Árni Stefán Friðriksson, Kjartan Valur Birgisson og Sólveig Erla Baldvinsdóttir.