„Mjög bjartsýn“ á að jákvæðar fréttir berist í dag

Rektor vonast eftir jákvæðum fréttum í dag.
Rektor vonast eftir jákvæðum fréttum í dag. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlín Jó­hann­es­dótt­ir, rektor Kvik­mynda­skóla Íslands, von­ast eft­ir já­kvæðum frétt­um í dag varðandi frek­ari fjár­mögn­un á skól­an­um. Skól­inn er í gjaldþrotameðferð og hef­ur til þessa ekki hlotið náð sem skóli á há­skóla­stigi. Því hef­ur ekki fylgt hon­um fjár­magn eins og stjórn­end­ur skól­ans hafa vænt­ing­ar til.

Það gæti verið að breyt­ast ef miðað er við orð Hlín­ar.

„Við höf­um fengið nokkuð stöðugar frétt­ir af því að það sé fram­vinda hjá ráðuneyt­un­um í þeirra viðræðum um mál­efni skól­ans. Í gær fékk ég þær frétt­ir að eitt­hvað yrði gefið út um þetta í dag eða á morg­un. Meira get ég ekki sagt um málið að sinni en ég er mjög bjart­sýn,“ seg­ir Hlín.

Hafa vænt­ing­ar um há­skólaviður­kenn­ingu 

Hún seg­ir að hún hafi rætt við starfs­fólk og tjáð því að von gæti verið á já­kvæðum frétt­um í mál­inu.

Að sögn Hlín­ar hef­ur hún ekki verið í bein­um sam­skipt­um við ráðherra en hún hafi verið í sam­bandi við tengilið úr ráðuneyti. Hún gef­ur ekki upp hvaða ráðuneyti það er.

„Við erum ekk­ert að hnika frá þeim vænt­ing­um okk­ar að fá viður­kenn­ingu um að vera með nám á há­skóla­stigi. Ég trúi því að svo muni verða, en ég þarf að heyra eitt­hvað frá ráðuneyt­inu fyrst, en ég er vongóð um að við kom­umst á há­skóla­stig,“ seg­ir Hlín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert