Silja Bára næsti rektor Háskóla Íslands

Silja Bára hafði betur í rektorskjörinu.
Silja Bára hafði betur í rektorskjörinu. mbl.is/Árni Sæberg

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild, er nýkjörinn rektor Háskóla Íslands.

Úrslitin voru kunngjörð í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands rétt í þessu.

Í tilkynningu frá skólanum segir að hún hafi fengið 50,7% greiddra atkvæða í kjörinu. Verður hún tilnefnd í embætti rektors af háskólaráði til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Tvær umferðir af rektorskjörinu voru haldnar. Fyrri umferðinni lauk í síðustu viku en þar hlaut enginn frambjóðandi meirihluta og þurfti því aftur að greiða atkvæði um þá tvo frambjóðendur sem hlutu flest atkvæði en það voru þau Silja Bára og Magnús Karl Magnússon.

Seinni umferðinni lauk svo klukkan 17 í dag.

Áður en úrslitin voru tilkynnt opinberlega funduðu bæði Magnús Karl og Silja Bára með kjörstjórninni. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert