Tækifæri barna til heilbrigðs lífs ójöfn frá barnæsku

mbl.is/Karítas

Þó að staða grunn­skóla­barna í 6. til 10. bekk sé al­mennt góð er grein­an­leg­ur mun­ur á líðan, tengsl­um og ör­yggi barna eft­ir því hvernig þau meta fjár­hags­lega stöðu fjöl­skyldu sinn­ar, sam­kvæmt nýju tölu­blaði Talna­brunns, frétta­bréfs land­lækn­is um heil­brigðis­upp­lýs­ing­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá embætti land­lækn­is.

Í nýj­um Talna­brunni embætt­is land­lækn­is er fjallað um líðan, ör­yggi og fé­lag­stengsl barna á Íslandi og sam­band þess­ara þátta við hvernig þau meta fjár­hags­lega stöðu fjöl­skyldu sinn­ar.

Grein­ar­höf­und­ar eru Sigrún Daní­els­dótt­ir og Andrea G. Dof­ra­dótt­ir. Þær nýttu gögn frá Íslensku æsku­lýðsrann­sókn­inni til að fá yf­ir­lit yfir þessa þætti í því skyni að skoða hvort og þá hvar greina megi ójöfnuð í heilsu og vellíðan barna. Niður­stöðurn­ar voru kynnt­ar á málþingi sem embætti land­lækn­is hélt í sam­starfi við Fé­lag Sam­einuðu þjóðanna á Íslandi og End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands í til­efni af Alþjóðlega ham­ingju­deg­in­um þann 20. mars.

Tengsl fjár­hags­legr­ar stöðu við líðan grunn­skóla­barna

Fram kem­ur að staða grunn­skóla­barna í 6.-10. bekk árið 2024 er al­mennt góð á flest­um sviðum. Flest börn meta lífs­ánægju sína mikla, líður vel í skól­an­um og eiga góð tengsl við fjöl­skyldu sína, kenn­ara og bekkj­ar­fé­laga. Aft­ur á móti má greina mik­inn mun á líðan, tengsl­um og ör­yggi barna eft­ir því hvernig þau meta fjár­hags­lega stöðu fjöl­skyldu sinn­ar.

Börn sem meta fjár­hags­stöðu fjöl­skyldu sinn­ar slæma eru mun verr stödd en börn sem meta fjár­hags­stöðuna góða á öll­um mæl­ing­um sem skoðaðar voru. Þau eru lík­legri til að upp­lifa dep­urð og kvíða nær dag­lega, greina frá lít­illi lífs­ánægju, líka illa í skól­an­um, upp­lifa sig einmana og utang­arðs í skól­an­um, hafa lent í slags­mál­um, orðið fyr­ir eða beitt einelti og orðið fyr­ir of­beldi af hálfu for­eldr­is eða ann­ars full­orðins á heim­ili sínu.

Þau greina mun síður frá því að fá þann til­finn­inga­lega stuðning og hjálp sem þau þurfa frá fjöl­skyldu sinni, upp­lifa bekkj­ar­fé­laga sína síður vin­gjarn­lega, treysta kenn­ur­um sín­um síður og telja þeim síður vera annt um sig sem ein­stak­linga.

Jöfn tæki­færi og góð upp­eld­is­skil­yrði barna eru lyk­ill­inn

Ójöfnuður meðal barna hef­ur bæði al­var­leg áhrif á þá ein­stak­linga sem eiga í hlut og á þróun sam­fé­lags­ins til framtíðar. Í skýrslu embætt­is land­lækn­is frá ár­inu 2021 kem­ur fram að ein­stak­ling­ar sem áttu styttri skóla­göngu að baki eða erfiðara með að ná end­um sam­an bjuggu al­mennt við verri heilsu og lifnaðar­hætti en þeir sem áttu að baki lengri skóla­göngu eða bjuggu við betri efna­hag. Í skýrsl­unni er mik­il­vægi þess að líta á ójöfnuð í heilsu og vellíðan í tengsl­um við lífs­skil­yrði í sam­fé­lag­inu und­ir­strikað.

Í Talna­brunni embætt­is land­lækn­is um líðan full­orðinna árið 2023 kom jafn­framt fram að þeim sem eiga erfitt með að ná end­um sam­an fari fjölg­andi. Það er mikið áhyggju­efni þar sem streita, líðan og staða for­eldra hef­ur áhrif á börn.

Rík ástæða er til þess að fylgj­ast bet­ur með líðan og hög­um barna eft­ir fé­lags- og efna­hags­stöðu og gera betri ráðstaf­an­ir til að mæta þeim sem standa höll­um fæti, þar á meðal í skóla­kerf­inu. Nauðsyn­legt er að hlúa að barna­fjöl­skyld­um og hafa í huga að vel­ferð for­eldra hef­ur áhrif á far­sæld barna. Mik­il­vægt er að stuðla að góðum upp­eld­is­skil­yrðum fyr­ir öll börn með mark­viss­um aðgerðum.

Gögn­in sem rýnd eru í Talna­brunni benda til þess að tæki­færi barna til að eiga heil­brigt og gott líf séu ójöfn allt frá barnæsku. Ef ekk­ert er gert mun sá aðstöðumun­ur að lík­ind­um fara vax­andi yfir ævi­skeiðið og þar með auka enn á heilsu­fars­leg­an ójöfnuð. Jöfn tæki­færi og góð upp­eld­is­skil­yrði barna eru lyk­ill­inn að far­sælu sam­fé­lagi til lengri tíma og því mik­il­vægt að standa vörð um vellíðan, heilsu og far­sæld allra barna og ung­menna – og skilja eng­in eft­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert