Borgarstjóri Reykjavíkur stendur fyrir kynningarfundi um húsnæðismál í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag á milli kl. 9-11. Fundurinn ber yfirskriftina Byggjum borg fyrir fólk.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.
Dagskrá fundarins.
- Hröðum húsnæðisuppbyggingu og tryggjum örugg heimili fólks - Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri
- Metnaðarfull uppbygging óhagnaðardrifins húsnæðis - Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs
- Samfélagsmiðaðar og óhagnaðardrifnar húsnæðislausnir - Elena Astrid Rojas, eigandi, Tegnestuen Vandkunsten, DK
- Kjarnasamfélög í borginni: Tækifæri og áskoranir - Simon Joscha Flender, Kjarnasamfélag Reykjavíkur
- Híbýlaauður – íbúðarhúsnæði í tímans rás - Anna María Bogadóttir, Úrbanistan
- Fyrsti áfangi Kringlureits - Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum
- Borgarhönnunarstefna - Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs
- Lokaorð - Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri