Gengi vasaþjófa ef erlendum uppruna hefur undanfarið gerst aðsópsmikið á Þingvöllum og stolið frá erlendum ferðamönnum sem þangað koma. Hefur slíkum tilvikum farið fjölgandi undanfarið og eru þjófarnir þrautþjálfaðir og skipulagðir í aðgerðum sínum.
Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir í samtali við Morgunblaðið að farið sé að bera á þjófnaði á Þingvöllum í æ ríkari mæli og engu sé líkara en að það sé dagleg iðja þjófanna að koma við á Þingvöllum og ræna fólk, en fara síðan áfram yfir á Gullfoss og Geysi til að halda áfram iðju sinni þar.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag