Fimm voru handteknir grunaðir um líkamsárás í höfuðborginni í gærkvöld og gista þeir fangageymslur.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Níu gista fangageymslur nú í morgunsárið.
Tilkynnt var um heimilisófrið í hverfi 105. Einn var handtekinn og færður í fangageymslu. Í sama hverfi var tilkynnt um hnupl í verslun.
Lögreglumenn á lögreglustöð 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, hafði afskipti af tveimur sem sprengdu flugelda í Kópavogi í tilefni af alþjóða Vigara-deginum eins og stendur í skeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá var tilkynnt um þrjá þjófnaði í verslunum í Kópavogi.
Þá sinnti lögreglan fimm verkefnum þar sem um var að ræða aðila sem voru ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna. Verkefnin voru ólík en nokkrir fengu sekt vegna brota á lögreglusamþykkt meðan aðrir fengu tiltal eða aðstoð.