Maðurinn í Loðmundarfirði leiddur á brott af lögreglu

Bandaríkjamaðurinn Joey Syta hefur magnaða sögu að segja.
Bandaríkjamaðurinn Joey Syta hefur magnaða sögu að segja. Ljósmynd/Pétur Kristjánsson

Listamaður­inn Joey Syta, sem komst í frétt­irn­ar á dög­un­um eft­ir að hann lenti í sjálf­heldu í Loðmund­arf­irði og var bjargað af björg­un­ar­sveit­um, var leidd­ur á brott af lög­reglu­mönn­um í hálfleik á körfu­bolta­leik Hatt­ar og Álfta­ness á Eg­ils­stöðum í gær. 

Hafði hann þá verið í sam­skipt­um við börn á leikn­um og full­orðinn ein­stak­ling­ur á leikn­um sakaði hann um að lykta af marijú­ana að sögn Syta.

Lög­regla seg­ir Syta ekki sakaðan um neitt glæp­sam­legt en Hjalti Berg­mar Ax­els­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Eg­ils­stöðum, seg­ir að óskað hafi verið eft­ir liðsinni lög­reglu á leikn­um vegna hátt­semi ein­stak­lings án þess að nefna Syta á nafn. Hann seg­ir þó að ekk­ert hafi verið upp á hátt­semi hans að klaga og að hann hafi yf­ir­gefið svæðið þegar eft­ir því var óskað.

Syta segist áhugamaður um körfubolta.
Syta seg­ist áhugamaður um körfu­bolta. mbl.is/​Karítas

Sjálf­ur seg­ir Syta í sam­tali við mbl.is að af­skipti lög­reglu hafi komið flatt upp á hann. Hann sé hins veg­ar mik­ill áhugamaður um körfu­bolta og hon­um þyki miður að geta ekki komið í íþrótta­húsið að nýju til þess að skjóta á körfu eða fara á leik með Hetti. Hann seg­ist brátt yf­ir­gefa Ísland en hef­ur augastað á hús­eign­um á Seyðis­firði. 

Börn­in hafi sóst í hann 

Syta hef­ur ein­mitt dvalið á Seyðis­firði und­an­farið og seg­ir að börn­in á Aust­fjörðum hafi sótt mjög í hann eft­ir að fregn­ir bár­ust af upp­lif­un hans í Loðmund­arf­irði.

„Á leikn­um hópuðust börn­in í kring­um mig og ég hef reynt að gefa mér tíma fyr­ir þau þar sem ég er sjálf­ur ung­ur í anda (a big kid at heart). Ég var hins veg­ar bú­inn að segja þeim að þau gætu ekki verið í kring­um mig þegar leik­ur­inn væri í gangi þannig að ég horfði svo á leik­inn eins og hver ann­ar. Svo kom hálfleik­ur og þá er þarna krull­hærður maður sem seg­ir við mig að það sé maríjúana­lykt af mér og hann biður mig um að fara. Ég vildi ekki valda nein­um vand­ræðum og ætlaði að fara en þá kom lög­regl­an og fylgdi mér út. Ég veit ekki einu sinni um hvað málið snýst,“ seg­ir Syta.

Frítt far á Seyðis­fjörð 

Hann seg­ir að lög­reglu­menn hefðu lyktað af hon­um og tjáð hon­um að hann lyktaði alls ekki af marijú­ana. Þeir buðust til þess að skutla hon­um og vin­konu hans til Seyðis­fjarðar aft­ur og þáðu þau það.

„Þetta var frítt far og bara frá­bært að fá það,“ seg­ir Syta, sem á af­mæli í dag.

Frá björguninni í Loðmundarfirði í 12 mars.
Frá björg­un­inni í Loðmund­arf­irði í 12 mars. Ljós­mynd/​Lands­björg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka