Viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar, Alþýðusambands Íslands og BSRB um aukið framboð húsnæðis og aukna innviðauppbyggingu í Reykjavík, mun að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra, marka upphafið að öflugu samstarfi.
„Allavega munum við skoða alla möguleika á því að fara í öflugt og gjöfult samstarf,“ sagði Heiða, við undirritun viljayfirlýsingarinnar á kynningarfundi um húsnæðismál í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Auk borgarstjóra og fulltrúa verkalýðshreyfinganna tveggja undirrituðu fulltrúar meirihlutans einnig undir yfirlýsinguna, þær Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum og Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.