Viljayfirlýsingin marki upphaf öflugs samstarfs

„Allavega munum við skoða alla möguleika á því að fara …
„Allavega munum við skoða alla möguleika á því að fara í öflugt og gjöfult samstarf,“ sagði borgarstjórinn. mbl.is/Karítas

Viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar, Alþýðusambands Íslands og BSRB um aukið framboð húsnæðis og aukna innviðauppbyggingu í Reykjavík, mun að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra, marka upphafið að öflugu samstarfi.

„Allavega munum við skoða alla möguleika á því að fara í öflugt og gjöfult samstarf,“ sagði Heiða, við undirritun viljayfirlýsingarinnar á kynn­ing­ar­fundi um hús­næðismál í Ráðhúsi Reykja­vík­ur í dag.

Auk borg­ar­stjóra og full­trúa verka­lýðshreyf­ing­anna tveggja und­ir­rituðu full­trú­ar meiri­hlut­ans einnig und­ir yf­ir­lýs­ing­una, þær Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, Pír­öt­um, Helga Þórðardótt­ir, Flokki fólks­ins, Líf Magneu­dótt­ir, Vinstri græn­um og Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, Sósí­al­ista­flokki, seg­ir í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka