Villingavatn til skógræktar

Jörðin Villingavatn í Þingvallasveit. Fjærst á myndinni má sjá Þingvallavatn, …
Jörðin Villingavatn í Þingvallasveit. Fjærst á myndinni má sjá Þingvallavatn, en nær Villingavatnsá og Villingavatnið sjálft hægra megin. Ljósmynd/Efla

Hol­lenska fé­lagið Heartwood Affor­ested Land ehf. áform­ar stór­fellda skóg­rækt á jörðinni Vill­inga­vatni í Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi sem er við sunn­an­vert Þing­valla­vatn, skammt vest­an Úlfljóts­vatns.

Jörðin er um 1.700 hekt­ar­ar að stærð og er ætl­un­in að rækta skóg á 1.300 hekt­ur­um lands, en mark­miðið með skóg­rækt­inni er sagt kol­efn­is­bind­ing, trjánytj­ar og upp­græðsla á röskuðu landi.

Hafa áform þessi verið til um­sagn­ar á vef Skipu­lags­stofn­un­ar upp á síðkastið og beðið er ákvörðunar stofn­un­ar­inn­ar um hvort fram­kvæmd­in sé mats­skyld gagn­vart um­hverf­isáhrif­um.

Í lýs­ingu á verk­efn­inu kem­ur m.a. fram að ætl­un­in sé að rækta a.m.k. fjór­ar teg­und­ir trjáa; ala­ska­ösp, greni, lerki eða furu og birki. Ösp og greni verða þar í aðal­hlut­verki með sam­an­lagt um 50-60% hlut­deild.

Þess­ar trjá­teg­und­ir eru sagðar gjöf­ul­ar teg­und­ir í skóg­rækt á Íslandi og að í nærum­hverfi Vill­inga­vatns séu dæmi um góðan vöxt þess­ara teg­unda. Vaxt­ar­hraði ala­ska­asp­ar og gren­is er til­tölu­lega mik­ill sem þýðir að þær binda kol­efni hratt og skapa þ.a.l. verðmætt timb­ur fyrr en hæg­vaxta teg­und­ir.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag og í nýja Mogga-app­inu

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka