16 ungir skátar sæmdir forsetamerkinu

Ljósmynd/Bandalag íslenskra skáta

16 ungir skátar voru sæmdir forsetamerkinu á Bessastöðum í dag þegar Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndari skátahreyfngarinnar á Íslandi, veitti merkið í fyrsta sinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta.

Forsetamerkið er veitt rekkaskátum á aldrinum 16-18 ára, sem hafa valið að vinna að merkinu samhliða starfi sínu.

Í forsetamerkinu sameinast gildi skátahreyfingarinnar um persónulegar framfarir einstaklingsins og þess að gera sitt besta samfélaginu til heilla.

Ljósmynd/Bandalag íslenskra skáta

Vegferðin að forsetamerkinu er 2-3 ára verkefni sem hvetur skátanna til persónulegs vaxtar í gegnum 20 fjölbreytt verkefni, sem segir í tilkynningunni.

Auk þess þurfa skátarnir að sækja fimm daga alþjóðlegt skátamót, ferðast 40 kílómetra á eigin afli, sækja helgarnámskeið í leiðtogaþjálfun og 12 klukkustunda skyndihjálparnámskeið.

Ljósmynd/Bandalag íslenskra skáta

Að lokum velja þeir sér tvö langtímaverkefni sem krefjast virkrar þátttöku þeirra yfir 3-12 mánaða tímabil.

Þau Alma Sól Pétursdóttir og Viktor Nói Berg forsetamerkishafar flutta stutta hugvekju þar sem þau stikluðu á stóru í gegnum vegferð sína að forsetamerkinu.

Ljósmynd/Bandalag íslenskra skáta

Við tilefnið veitti Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi, Höllu gullmerki Bandalags íslenskra skáta.

Í þakkarorðum sagði Harpa mikinn heiður fyrir skáta að Halla hafi fallist á það að vera verndari skátahreyfingarinnar og viðhalda þannig þeirri hefð sem af­hend­ing for­seta­merk­is­ins hef­ur verið í skát­a­starf­inu.

Ljósmynd/Bandalag íslenskra skáta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka