Ætandi hreinsiefni lak á Sundabakka

Slökkviðliðsmennirnir unnu við verkið til tæplega 19 í kvöld.
Slökkviðliðsmennirnir unnu við verkið til tæplega 19 í kvöld. mbl.is/Eyþór

Tveir bílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á vettvang klukkan 11 í dag eftir að ætandi hreinsiefni lak úr 500 lítra tanki, svokölluðum bamba, á Sundabakka.

Að því greinir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Slökkviliðsmenn voru að störfum til tæplega klukkan 19 í kvöld, þar sem þeir settu pússningarsand yfir hreinsiefnið og mokuðu það síðan upp.

Verkið var unnið í samstarfi við eiturefnamóttöku fyrirtækisins Terra.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var upplýst um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert