Björgunaraðgerðir á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi

Færð á jöklinum var slæm.
Færð á jöklinum var slæm. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitafólk úr nokkrum björgunarsveitum af Suðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu komu síðdegis í dag og í kvöld hátt í 30 manns til bjargar, en fólkið lenti í vandræðum á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi vegna slæmrar færðar. Tóku aðgerðirnar töluverðan tíma en er nú verið að flytja fólkið að Skógum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Síðdegis í dag voru björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli kallaðar út eftir að aðstoðarbeiðni barst frá hópi skíðafólks á leið yfir Eyjafjallajökul að Fimmvörðuhálsi.

Á toppi jökuls treysti einn út hópnum sér ekki til að halda áfram og hélt einn leiðsögumaður kyrru fyrir með viðkomandi, á meðan hinir úr hópnum héldu áfram.

Björgunarsveitir á æfingu til aðstoðar

Færð á jöklinum var slæm og þurftu björgunarsveitir að fara á vélsleðum og snjóbílum. 

Um svipað leyti barst svo aðstoðarbeiðni frá fólki á tveimur jeppum á svipuðum slóðum sem höfðu fest bílana sína. Voru þá kallaðir út fleiri snjóbílar úr Grímsnesi og Garðabæ

Auk þess komu björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu,sem voru á æfingu í nágrenninu, til aðstoðar.

Ljósmynd/Landsbjörg

Gönguhópurinn sneri við vegna veðurs

Um sjöleytið í kvöld komu fyrstu björgunarsveitamenn á sleðum á topp Eyjafjallajökuls og var sá einstaklingur sem þar beið aðstoðar, fluttur á móti snjóbíl sem var skammt á eftir.

Gönguhópurinn, sem hafði ætlað yfir á Fimmvörðuháls, hafði þá snúið við vegna veðurs og var tekin ákvörðun um að snjóbílarnir myndu flytja allan hópinn niður.

Rétt fyrir klukkan tíu í kvöld var allur gönguhópurinn kominn í bíla á Hamragarðaheiði og verður fólkið flutt að Skógum. Þá voru jepparnir tveir voru losaðir er verið að flytja þá af jöklinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka