Mikilvæg breyting í Úlfarsárdal

Bjarg íbúðafélag hefur meðal annars byggt leiguíbúðir í Hraunbænum í …
Bjarg íbúðafélag hefur meðal annars byggt leiguíbúðir í Hraunbænum í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags, segir viljayfirlýsingu borgarinnar um að kanna leiðir til að flýta uppbyggingu íbúða í Úlfarsárdal munu hafa mikil áhrif á uppbyggingu félagsins og á íbúðamarkaðinn í heild.

Með því vísar Björn til viljayfirlýsingar sem Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB undirrituðu í gær, en hún felur í sér að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík og stuðla þannig að auknu jafnvægi á fasteignamarkaði.

Alls um 2.000 íbúðir

Meðal helstu verkefna er að kanna hvort hægt er að flýta uppbyggingu húsnæðis í Úlfarsárdal, á skipulagssvæðinu M22, með aðkomu innviðasjóðs í eigu lífeyrissjóða. Svæðið er í hlíðunum ofan við Bauhaus og er einnig nefnt Halli. Þar er gert ráð fyrir um 2.000 íbúðum.

Björn segir húsnæðisáætlun borgarinnar 2024-2033 bjóða upp á mikil tækifæri til uppbyggingar á hagkvæmum íbúðum. Máli sínu til stuðnings sýnir hann blaðamanni kort af fimm öðrum fyrirhuguðum uppbyggingarsvæðum.

Í fyrsta lagi svæðið sunnan Úlfarsfells, norðan Reynisvatnsáss, en þar sé rætt um 8.000 íbúðir á 144 hektara svæði. Í öðru lagi sé áformað að byggja 3.800 íbúðir á 87 hektara svæði á Blikastöðum og í þriðja lagi um 9.000 íbúðir á 116 hektara landi í Keldnalandi. Í fjórða lagi sé Geldinganes um 400 hektarar og í fimmta lagi sé Álfsnes um 1.000 hektarar. Með því að heimila uppbyggingu á þessum svæðum sé hægt að stuðla að stórauknu framboði á hagkvæmum íbúðum sem sé ódýrara að byggja en almennt á þéttingarreitum. Sundabraut muni opna á þessa uppbyggingarmöguleika í Geldinganesi og Álfsnesi og sé því afar mikilvæg.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka