Góður möguleiki er á að sjá deildarmyrkva á sólu núna fyrir hádegi.
„Bjart með köflum á Vesturlandi og þá er góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva á sólu núna fyrir hádegi. Sjónarspilið þegar tunglið kemur milli sólar og jarðar byrjar um tíuleytið og nær hámarki sínu rétt eftir kl 11. Svo verður þetta búið rétt eftir kl 12,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Fólki er ráðlagt að horfa ekki berum augum á deildarmyrkvann.
„Varað er við því að horfa á sólmyrkva með berum augum, því það getur valdið sjónskaða. Ef fólk hyggst fylgjast með deildarmyrkvanum er til að mynda mælt með að horfa í gegnum rafsuðugler eða þar til gerð sólmyrkvagleraugu.“
Á heimasíðu Iceland at Night er að finna ítarlegar upplýsingar um deildarmyrkvann og klukkan hvað hann muni sjást.