Myndir: Deildarmyrkvi á sólu

Í Reykjavík hófst deildarmyrkvinn um klukkan 10.
Í Reykjavík hófst deildarmyrkvinn um klukkan 10. Ljósmynd/Hrannar Hauksson

Deildarmyrkvi á sólu sást víðsvegar um landið fyrir hádegi í dag. 

Í Reykjavík hófst deildarmyrkvinn um klukkan 10 og náði hámarki um klukkan 11. Mestur myrkvi sást frá Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum.

Á síðunni Iceland at Night kemur fram að sólmyrkvar verði þegar tunglið sé nýtt og gangi fyrir sólina og varpi skugga á Jörðina.

„Þegar tunglið hylur sólina að hluta verða deildarmyrkvar en þegar tunglið fer fyrir sólina alla verður almyrkvi. Deildarmyrkvar sjást frá mun víðfeðmara svæði en almyrkvar.“

Þá hafi sólmyrkvinn einnig sést í norðausturhluta Bandaríkjanna, austurhluta Kanada, Grænlandi, Evrópu, norðvestur Afríku og norðvestur Rússlandi. Deildarmyrkvinn hafi verið mestur yfir Quebec í Kanada þar sem 93% skífu sólar var hulin.

mbl.is hefur fengið sendar nokkrar ljósmyndir sem sýna deildarmyrkvann í dag. 

Þessi mynd var tekin á sunnanverðum Vestfjörðum.
Þessi mynd var tekin á sunnanverðum Vestfjörðum. mbl.is/Guðlaugur Albertsson
Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason
Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka