Óvelkomnum í annarlegu ástandi víða vísað á brott

Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu um óvelkomna einstaklinga í annarlegu ástandi …
Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu um óvelkomna einstaklinga í annarlegu ástandi sem þurfti að hafa afskipti af. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um að ungmenni hefðu framið rán og líkamsárás í miðborginni og er málið til rannsóknar, að segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þá var einstaklingur handtekinn grunaður um húsbrot og líkamsárás í miðborginni og verður viðkomandi vistaður í fangageymslu þangað til ástand hans býður upp á að við hann verði rætt.

Lögreglan fékk einnig nokkrar tilkynningar um óvelkomna einstaklinga í annarlegu ástandi víða miðsvæðis í borginni. Til að mynda á hóteli, í félagslegu úrræði, á almannafæri og á víðavangi. Var þeim vísað á brott eftir atvikum, að segir í tilkynningunni.

Lögreglan fjarlægði líka skráningarnúmer af tólf bílum vegna vanrækslu á að færa þá til skoðunar innan settra tímamarka og vegna þess að eigendur höfðu ekki staðið skil á vátryggingagreiðslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka