Sjöfaldur pottur næsta laugardag

Tveir miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og fær hvor þeirra …
Tveir miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og fær hvor þeirra rúmar 696 þúsund krónur í sinn hlut. mbl.is/Karítas

Sexfaldur Lottóvinningur kvöldsins gekk ekki út og og verður potturinn því sjöfaldur næsta laugardag. 

Tveir miðahafar skiptu hins vegar með sér bónusvinningnum og fær hvor þeirra rúmar 696 þúsund krónur í sinn hlut. Báðir miðarnir voru keyptir í Lottó appinu.

Einn heppinn áskrifandi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins og fær sá 2,5 milljónir í sinn hlut.

Þá voru sex miðahafar með 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur fyrir það. Einn miði var keyptur í Lukku Láka í Mosfellsbæ, tveir á lotto.is, einn í appinu og tveir eru með miða í áskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka