Þjófnaður á verkum er óboðlegur

Ragnar segir að óboðlegt sé að höfundarréttarvarin verk séu tekin …
Ragnar segir að óboðlegt sé að höfundarréttarvarin verk séu tekin ófrjálsri hendi til þjálfunar á gervigreind. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

„Tæknin breytist svo hratt að maður veit ekki hverjar afleiðingarnar verða. Staðan getur verið allt önnur eftir eitt eða tvö ár. Þetta er mjög alvarlegt ástand,“ segir Ragnar Jónasson, varaformaður Rithöfundasambands Íslands.

Ragnar, sem jafnframt er lögfræðingur og kennir höfundarrétt við Háskólann í Reykjavík, hefur miklar áhyggjur af ólögmætri notkun stórfyrirtækja á höfundarvörðu efni til þjálfunar á gervigreindartólum sínum.

Morgunblaðið fjallaði á fimmtudag um málaferli rithöfunda gegn Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp, sem notaði efni úr LibGen, einu stærsta rafræna bókasafni í heimi, til að þjálfa gervigreindartól sitt. Efni sem er að finna í LibGen hefur verið hlaðið inn með ólögmætum hætti. Í safninu er mikið af íslensku efni, meðal annars bækur Ragnars og fleiri höfunda.

Ragnar segir að óboðlegt sé að höfundarréttarvarin verk séu tekin ófrjálsri hendi til þjálfunar á gervigreind, það setji höfundarréttinn og listsköpun í uppnám ef slíkt fái að viðgangast. Aðspurður segir hann að þótt óvíst sé hvað gerist í framtíðinni sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að bækur rithöfunda séu notaðar með þessum hætti.

„Væntanlega verða þær notaðar til að búa til svipaðar bækur. Það er áhyggjuefni að búin sé til samkeppni við skapandi listamenn með gervigreind. Þetta er allt saman tilvistarleg ógn við listsköpun.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert