Unglingur handtekinn fyrir að hrækja á lögreglumann

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt.
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ung­ling­ur var hand­tek­inn í miðbæ Reykja­vík­ur fyr­ir að hrækja á lög­reglu­mann. Hann fór heim í fylgd for­ráðamanns að viðræðum lokn­um.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu þar sem greint er frá verk­efn­um lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til klukk­an 5 í morg­un. 

Þá voru tveir ung­ling­ar hand­tekn­ir fyr­ir slags­mál og fíkni­efnam­is­ferli. Einnig voru tveir hand­tekn­ir fyr­ir þjófnað úr versl­un í hverfi 108. Einn var hand­tek­inn í sama hverfi, en hann er grunaður um sölu fíkni­efna og fleiri brot og var hann vistaður í fanga­klefa.

Jafn­framt sinnti lög­regla eft­ir­liti með dyra­vörðum á hinum ýmsu stöðum miðbæj­ar­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka