Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðaði göngumann niður af Úlfarsfelli rétt fyrir hádegi í dag. Viðkomandi hafði misstigið sig illa og þurft aðstoð niður af fjallinu.
Meiðslin voru minniháttar en að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var þó nauðsynlegt að senda fólk til að sinna viðkomandi.
„Út af aðstæðum, það er kalt úti. Þá sendum við fólk af tveimur slökkvistöðum þarna upp til að hjálpa viðkomandi og notuðum þar af leiðandi fjallatrukk og fjórhjól.“
Viðkomandi fór til frekari skoðunar þegar komið var niður af fjallinu.