Gul veðurviðvörun verður í gildi í Faxaflóa, Breiðafirði, á Vestfjörðum og á Suðurlandi í dag.
Gul viðvörun verður í gildi á Suðurlandi frá klukkan 14 til 17 og í Faxaflóa frá klukkan 15 til 17.
Klukkan 16 gengur í gildi gul viðvörun í Breiðafirði og er hún í gildi til klukkan 19.
Þá verður gul viðvörun í gildi frá klukkan 17 til 23 á Vestfjörðum.