Mikil uppbygging á Hátúnsreit

Eins og myndin sýnir eru miklir möguleikar til uppbyggingar meðfram …
Eins og myndin sýnir eru miklir möguleikar til uppbyggingar meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut. Atvinnuhúsnæði yrði í horninu neðst. mbl.is/Árni Sæberg

Þétting byggðar hefur verið hröð í höfuðborginni á undanförnum árum.

Reykjavíkurborg hefur borist fyrirspurn um það hvort til greina komi umfangsmikil uppbygging á svokölluðum Hátúnsreit. Hann nær til lóðanna Hátúns 10-14 og markast af Kringlumýrarbraut, Laugavegi og Hátúni.

Það eru Nordic arkitektar sem senda fyrirspurnina til skipulagsyfirvalda fyrir hönd lóðarhafa, sem eru Brynja leigufélag, Sjálfsbjörg og Íþróttafélag fatlaðra.

Tilgangur Brynju er að kaupa, eiga og reka húsnæði fyrir öryrkja. Hlutverk Sjálfsbjargar er að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðs fólks.

Í fyrirspurninni segir að með nýju deiliskipulagi verði lögð áhersla á að opna svæðið fyrir fjölbreyttum hópi fólks með góðum tengingum, blandaðri starfsemi og þéttingu byggðar.

Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að Hátúnsreitur muni líta út …
Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að Hátúnsreitur muni líta út fullbyggður. Fjölmargar nýjar byggingar í bland við þær sem fyrir eru. Tölvumyndir/Nordic arkitektar

Hátúnsreitur er á besta stað í höfuðborginni og bent er á að núverandi starfsemi sé ekki vel tengd við aðra hluta hennar.

Í umsögn verkefnastjóra skipulagsfulltrúa kemur fram að í tillögunni felist endurhönnun á öllu svæðinu, aukinni nýtingu, endurskipulagningu á innviðum og flæði/aðgengi og að skoða hvort að hægt sé að heimila uppbyggingu um það bil 400 íbúða á reitnum.

Almennar íbúðir yrðu 300 en 100 íbúðir yrðu á vegum húsnæðisfélaga. Þar undir falla stúdentaíbúðir, íbúðir eldri borgara, hjúkrunaríbúðir, íbúðir Félagsbústaða, búseturéttaríbúðir og ASÍ-íbúðir.

Skipulagsfulltrúi tekur jákvætt í fyrirliggjandi frumdrög að uppbyggingu reits með fyrirvörum sem fram koma í umsögn. 

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka