„Óútreiknanleikinn hefur aldrei verið meiri“

Vilborg segir það skyldu íslenskra stjórnvalda að vera undirbúin fyrir …
Vilborg segir það skyldu íslenskra stjórnvalda að vera undirbúin fyrir allt, en að sjálfsögðu sé það ósk allra að geta áfram átt í góðu samstarfi við Bandaríkin. mbl.is/Arnþór

„Óút­reikn­an­leik­inn hef­ur aldrei verið meiri,“ seg­ir Vil­borg Ása Guðjóns­dótt­ir, alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur og doktorsnemi í alþjóðasam­skipt­um, spurð álits á um­mæl­um Bald­urs Þór­halls­son­ar, um hugs­an­lega ásælni Banda­ríkja­for­seta í Ísland.

Bald­ur, sem er pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, deildi færslu á face­book í gær þar sem hann sagði það „lík­lega ein­göngu tímaspurs­mál hvenær banda­rísk­ir ráðamenn munu tala um mik­il­vægi þess að þeir ráði yfir Íslandi“.

„Íslensk stjórn­völd verða að vera und­ir­bú­in und­ir hvaða sviðsmynd sem er, það er bara ekk­ert annað í stöðunni, þó það sé auðvitað ekki víst að nokkuð ger­ist – enda er Bald­ur að setja þetta fram sem mögu­leika,“ seg­ir Vil­borg.

Hef­ur ekki beinst að okk­ur hingað til

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur haldið því fram að mik­il­vægt sé fyr­ir alþjóðleg­an frið, ör­yggi og styrk að Banda­rík­in fái yf­ir­ráð yfir Græn­landi.

Vil­borg vís­ar til þess, þegar hún seg­ir að þó það hafi ekki gerst nú þegar, þá geti Íslend­ing­ar ekki úti­lokað það að þeir geti fundið sig í svipaðri stöðu á ein­hvern hátt og Græn­lend­ing­ar standa frammi fyr­ir í dag.

„Við get­um ekki bara treyst á það að við verðum und­an­skil­in í þess­ari at­b­urðarrás allri. Þó að þetta hafi ekki beinst að okk­ur hingað til þá er óút­reikn­an­leik­inn ein­fald­lega það mik­ill að við get­um ekki úti­lokað það og við þurf­um að vera und­ir­bú­in und­ir þann mögu­leika.

Staðan er breytt, stefn­an og orðræðan í Banda­ríkj­un­um hef­ur ekki verið svona áður. Raun­veru­leik­inn sem við þekkj­um hef­ur verið allt ann­ar. Við þurf­um að vera und­ir­bú­in öllu og gera okk­ar heima­vinnu.“

Var­ast að af­saka of mikið allt sem Trump seg­ir

Meðal þess sem Bald­ur sagði í færsl­unni er að Banda­rík­in séu að reka af­drátt­ar­lausa útþenslu­stefnu, ertu sam­mála því?

„Hingað til hef­ur orðræðan verið þannig, eða alla­vega í þá átt. Að ein­hverju leyti höf­um við ekki séð hvert loka­tak­markið er. Þetta hef­ur verið skýrt á þann máta að Trump sé að ein­hverju leyti að ögra og reyna að ná sínu fram í ein­hverj­um mögu­leg­um framtíðar samn­ingaviðræðum. Það er ekki víst hvað ger­ist en við þurf­um að vera öllu und­ir­bú­in í óviss­unni, þetta eru ókunn­ar slóðir.“

Það er mat Vil­borg­ar að var­ast ætti að af­saka of mikið allt sem að Trump seg­ir. Við séum að sjá breyt­ing­ar inn­an Banda­ríkj­anna sem séu mjög stór­tæk­ar, mjög rót­tæk­ar gegn mann­rétt­ind­um, lýðræðinu og rétt­ar­rík­inu.

„Við erum nú þegar að sjá þessa þróun inn­an­lands í Banda­ríkj­un­um. Stöðugar frétt­ir um at­vik þar sem að grund­vall­ar­rétt­indi fólks eru ekki virt og ekki verið að fylgja regl­um rétt­ar­rík­is­ins eða lög­um, það virðist vera að ganga ansi langt. Þannig að ég tel bara fulla ástæðu til þess að vera und­ir­bú­in fyr­ir hvað sem er.

Auðvitað verður mót­stæða við útþenslu­stefnu – þar sem full­veldi ríkja, sjálfs­ákvörðun­ar­rétt ríkja og þeim leik­regl­um sem við aðhyll­umst er ógnað – fyrst og fremst frá Evr­ópu og öðrum ríkj­um sem hægt er að kalla Vest­ur­lönd eða banda­menn Vest­ur­landa.“

Von­ast eft­ir góðu sam­starfi við Banda­rík­in

Að lok­um seg­ir Vil­borg von­ina hafa verið að nálg­un Banda­ríkja­for­seta sé meira orðræða held­ur en raun­veru­leg áætl­un um ákveðnar fram­kvæmd­ir.

„Við þurf­um að vera und­ir­bú­in fyr­ir allt en að sjálf­sögðu er það ósk allra að geta áfram átt í góðu sam­starfi við Banda­rík­in, sem eru mjög ná­inn bandamaður okk­ar.

Öryggi okk­ar og varn­ar­mál eru al­gjör­lega und­ir Banda­ríkj­un­um kom­in eins og staðan er í dag, með varn­ar­samn­ingn­um við Banda­rík­in.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert