Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt.
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli í Kópavogi, en lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans. 

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu þar sem greint er frá verk­efn­um lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til klukk­an 5 í morg­un. 

Þá voru tveir handteknir og vistaðir í fangageymslu eftir líkamsárás í Reykjavík.

Einnig hafði lögregla etirlit með veitinga- og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu. „Allir sem voru heimsóttir reyndust í lagi,“ segir í dagbókinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka