Ökumaður reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli í Kópavogi, en lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá verkefnum lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Þá voru tveir handteknir og vistaðir í fangageymslu eftir líkamsárás í Reykjavík.
Einnig hafði lögregla etirlit með veitinga- og skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu. „Allir sem voru heimsóttir reyndust í lagi,“ segir í dagbókinni.