Skrifar sögu Geirs Hallgrímssonar

Geir Hallgrímsson í ræðustól á Alþingi.
Geir Hallgrímsson í ræðustól á Alþingi.

„Þetta er mjög spennandi verkefni og ég hlakka til að hefjast handa,“ segir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur.

Gunnar hefur samþykkt að skrifa ævisögu Geirs Hallgrímssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Mun hann hefjast handa í sumar og reiknar með að taka tvö ár í skrifin. Hinn 16. desember næstkomandi verða hundrað ár liðin frá fæðingu Geirs.

Rithöfundur - Spænska veikin Spenna Gunnar Þór Bjarnason vildi skrifa …
Rithöfundur - Spænska veikin Spenna Gunnar Þór Bjarnason vildi skrifa „aðgengilega, grípandi sögu, sem fólk hefði gaman af að lesa,“ og gerði það Kristinn Magnússon

Gunnar segir að fjölskylda Geirs hafi óskað eftir að hann tæki að sér verkið og sér hafi þótt það afar spennandi.

„Það ber öllum saman um að Geir hafi verið mikill sómamaður. Ferill hans er fjölskrúðugur og þetta voru spennandi tímar. Geir var borgar­stjóri lengi og síðan formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Svo eru náttúrlega miklar sviptingar í flokknum, til að mynda þegar Gunnar Thoroddsen myndar ríkisstjórn, og það gekk á ýmsu.“

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka