Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys

Einn er mjög alvarlega slasaður en hinir tveir voru fluttir …
Einn er mjög alvarlega slasaður en hinir tveir voru fluttir óslasaðir af vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír erlendir ferðamenn voru í bifreiðinni sem lenti í alvarlegu umferðarslysi við Holtsós undir Steinafjalli fyrr í dag. Einn er mjög alvarlega slasaður en hinir tveir voru fluttir óslasaðir af vettvangi.

Rannsókn málsins stendur yfir á vettvangi og verður Suðurlandsvegur lokaður áfram.

Þetta segir Garðar Már Garðars­son, aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi, í samtali við mbl.is. Nánari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert