Fannst rúma 50 kílómetra frá heimili sínu

Kötturinn Gomez fannst í Þorlákshöfn eftir að hafa verið týndur …
Kötturinn Gomez fannst í Þorlákshöfn eftir að hafa verið týndur í tíu daga. Samsett mynd Ljósmynd/Aðsend/mbl.is/Sigurður Bogi

„Það er dá­sam­legt að fá hann aft­ur,“ seg­ir Þröst­ur Jónas­son, eig­andi katt­ar­ins Gó­mez, sem fannst í dag í Þor­láks­höfn eft­ir að hafa verið týnd­ur í tíu daga.

Í morg­un var greint frá því að fjór­ir heim­iliskett­ir hefðu horfið á Kárs­nesi í mars, og grun­ur leik­ur á að þeim hafi verið rænt og komið fyr­ir ann­ars staðar.

Bú­inn að létt­ast og er rytju­leg­ur

Þegar blaðamaður mbl.is ræddi við Þröst í morg­un, var hann ásamt eig­in­konu sinni á leið til Þor­láks­hafn­ar eft­ir að hafa fengið ábend­ingu um að Gó­mez hefði sést þar, um 50 kíló­metr­um frá heim­ili sínu.

Þröst­ur lýs­ir því hvernig Gó­mez hafi komið hlaup­andi í átt að þeim hjón­um þegar þau gengu um Þor­láks­höfn og seg­ir þá stund hafa verið dá­sam­lega. Hins veg­ar var Gó­mez ekki alltof ánægður með bíl­ferðina heim en er nú að koma sér fyr­ir á heim­il­inu eft­ir tíu daga fjar­veru.

„Hann er bú­inn að létt­ast og er rytju­leg­ur, greini­lega bara bú­inn að vera úti,“ seg­ir Þröst­ur þegar hann er spurður um ástand katt­ar­ins.

Gómez.
Gó­mez. Ljós­mynd/​Aðsend

„Gott að vita að fólk hugs­ar vel um dýr­in“

Hann bend­ir á að hinir þrír kett­irn­ir, Tíg­ull, Matt­hild­ur og Góa, séu enn ófundn­ir og að leit­inni að þeim verði haldið áfram af full­um krafti.

„En það er frá­bært að hér sé til fullt af fólki sem nenn­ir að hafa aug­un opin og fylgj­ast með. Það er gott að vita að fólk hugs­ar vel um dýr­in,“ seg­ir Þröst­ur að lok­um.

Búið er að vekja athygli á hvörfum kattanna á Facebook.
Búið er að vekja at­hygli á hvörf­um katt­anna á Face­book. Skjá­skot/​Face­book
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert