Gular viðvaranir víða um land

Gular viðvaranir tóku gildi í nótt.
Gular viðvaranir tóku gildi í nótt. Kort/mbl.is

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna suðvestan hvassviðris á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og miðhálendinu.

Þær fyrstu tóku gildi í nótt á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og á miðhálendinu og klukkan 9 tekur gul viðvörun gildi á Vestfjörðum. Varað er við akstursskilyrðum á þessum svæðum.

Í dag verður sunnan og suðvestan 15-23 m/s og skúrir eða él, hvassast á Norðurlandi, en vindur verður hægari í léttskýjuðu veðri austanlands. Það dregur smám saman úr vindi síðdegis og rofar til, en snýst í suðlæga átt 5-10 m/s með rigningu eða slyddu undir kvöld, fyrst sunnanlands. Hitinn verður 0 til 7 stig, hlýjast syðst.

Á morgun er spáð suðvestan 8-15 m/s með skúrum eða éljum en bjart verður með köflum austantil. Það styttir upp og dregur úr vindi og kólnar seinni partinn, en skýjað verður og rigning eða slydda með köflum á suðaustanverðu landinu. Hitinn verður 2 til 10 stig, svalast á Vestfjörðum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka