Kort: Sjáðu hvar eldingunum sló niður í gær

Elding yfir Reykjavík. Mynd úr safni.
Elding yfir Reykjavík. Mynd úr safni. Ljósmynd/Harpa Hlín Sigurðardóttir

Veðurstofan áætlar að nokkur hundruð eldingum hafi slegið niður á Íslandi síðastliðinn sólarhring. Engar tilkynningar um tjón hafa borist Veðurstofunni vegna eldinga en eitthvað tjón varð þó vegna veðurs í gær.

Þetta segir Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Birgir segir skörp skil hafa gengið yfir landið og loftið sem fylgdi hafi verið mjög óstöðugt. Í þannig aðstæðum eru miklar líkur á eldingum, eins og raungerðist í gær.

Nema ekki allar eldingar

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu urðu fyrstir varir við eldingarnar. Þrumuveðrið gekk svo austur meðfram suðurströndinni.

Á meðfylgjandi korti má sjá hvar eldingunum sló niður. Birgir tekur fram að mælarnir nemi ekki allar eldingar en kortið gefi ágæta mynd af því hvernig veðrið gekk yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert