Lagastoð vann 2.008 tíma fyrir SKE

Hluti af tugmilljóna reikningum Lagastoða til Samkeppniseftirlitsins vegna vinnu sem …
Hluti af tugmilljóna reikningum Lagastoða til Samkeppniseftirlitsins vegna vinnu sem inn var af hendi og útlagðs kostnaðar í fyrra. mbl.is/AM

Lögmenn Lagastoðar unnu í meira en heilt mannár fyrir Samkeppniseftirlitið (SKE) í fyrra, alls í 2.008 tíma. Fyrir það og ýmsan útlagðan kostnað innheimti stofan liðlega 86 milljónir króna eða rúmar 7 milljónir króna á mánuði að meðaltali.

Þetta kemur fram í sundurliðuðum reikningum, sem SKE afhenti Morgunblaðinu skv. upplýsingabeiðni sem lögð var fram í upphafi mánaðar, en svör bárust með eftirgangsmunum síðla síðastliðinn föstudag. Alls eru það 30 reikningar, sá hæsti fyrir 20.261.661 kr. vegna svara SKE til áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna Samskipa.

Samkvæmt reikningunum er það Gizur Bergsteinsson, hæstaréttar­lögmaður og framkvæmdastjóri Lagastoðar, sem er afkastamestur í vinnu fyrir SKE. Hann vann í 1.008 útselda tíma fyrir SKE í fyrra, eða meira en hálft árið sé miðað við hefðbundna vinnuviku.

Lögmaðurinn Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir vann í rúma 795 tíma fyrir SKE í fyrra og Alda Lín Auðunsdóttir í tæpa 150 tíma, en aðrir starfsmenn Lagastoðar mun minna.

Öll þessi vinna var vegna aðeins fjögurra fyrirtækja. Þar af 1.140 tímar vegna Samskipa og 518 vegna Símans. Alls greiddi SKE 46.655.999 kr. vegna máls Samskipa og 21.335.925 kr. vegna Símans.

Ekki er þó allur kostnaðurinn vegna lögmannsvinnu, þar á meðal er t.d. útprentun og gerð fjögurra setta af 67 möppum vegna máls Samskipa fyrir 4.858.113 kr. eða 18.127 kr. fyrir hverja möppu.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðínu í dag og í nýja Mogga-appinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert