Leitin ekki borið árangur

Frá leitinni í síðustu viku.
Frá leitinni í síðustu viku. mbl.is/Ólafur Árdal

Leit að manni sem talinn er hafa farið í sjóinn við Kirkjusand í síðustu viku hefur enn ekki borið neinn árangur.

Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að leit hafi staðið yfir að manninum um helgina en hún hafi ekki borið árangur. 

Mikill viðbúnaður þegar leitin hófst

Spurður hvort leitinni verði haldið áfram segir hann:

„Verkefni dagsins er að fara yfir hvernig þetta gekk um helgina og meta næstu skref.“

Mikill viðbúnaður var við Kirkjusand þegar leit að manninum hófst en þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina og þá voru kafarar og björgunarsveitir sendar á vettvang ásamt lögreglu og slökkviliði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert