Mikill ávinningur af mótefninu ef þátttaka er góð

Mótefnið hefur verið rannsakað lengi og gefið góða raun.
Mótefnið hefur verið rannsakað lengi og gefið góða raun. Ljósmynd/Colourbox

„Við erum mjög ánægð með þessa ákvörðun um að hefja bólusetningar við RS-veirunni fyrir ungbörn undir eins árs aldri,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir um nýtt mótefni gegn RS-veirusýkingum ungbarna sem boðið verður fyrir 4.500 börn næsta vetur og einnig 2026-2027.

RS-veiran er skæð öndunarfæraveira sem leggst þungt á börn á fyrsta árinu, en veiran fylgir oft inflúensufaröldrum.

„Beyfortus er ekki hefðbundið bóluefni, heldur langvinnt einstofna mótefni, en fellur undir það sem við köllum ónæmisaðgerðir, sem innifela gjöf mótefnis eða bóluefnis. Það hefur verið til mótefni (Synagis palivizumab) sem fyrirburar og ungbörn í sérstakri áhættu vegna hjarta- eða lungnasjúkdóma hafa fengið, en það er einungis fyrir þá áhættuhópa og er ekki langvinnt mótefni, þannig að það hefur þurft að gefa það nokkrum sinnum yfir þetta 4-6 mánaða tímabil sem RS-veiran er í gangi.“

Guðrún bætir við að langvinna mótefnið sé bara gefið einu sinni og endist í nokkra mánuði en það þarf að gefa það nýjum hópi ungbarna á hverjum vetri. Einstofna mótefni mynda ekki ónæmi til langs tíma eins og með hefðbundnum bólusetningum með bóluefni.

Beyfortus hafi fyrst komið á markað árið 2023 og búið sé að nota það núna í tvo vetur í ýmsum löndum. Niðurstöðurnar hafi verið mjög góðar, bæði hjá heilbrigðum börnum og börnum með undirliggjandi áhættuþætti.

„Smærri lönd eins og Lúxemborg og nágrannar okkar Finnar og svo stærri lönd eins og Spánn, Frakkland og Bandaríkin hafa verið að nota mótefnið með mjög góðum árangri. Þá erum við að skoða bæði fækkun á tilfellum en líka innlagnir á sjúkrahús og alvarleg veikindi, þar sem börn þurfa háflæðisúrefni eða gjörgæslu.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag og í nýja Mogga-appinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert