Óvænt frumvarp um grásleppuveiðar tekið fyrir

Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar.
Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar.

Þingmenn stjórnarflokkanna í atvinnuveganefnd hafa boðað umræður á fundi nefndarinnar í fyrramálið um óvænt frumvarp sem miðar að því að endurvekja fyrra fyrirkomulag um leyfisveitingar fyrir grásleppuveiðar og afnema kvótasetningu sem kom til sögunnar með lögum í fyrra.

Grá­slepp­an var kvóta­sett á síðasta ári með þann meg­in­til­gang að tryggja sjálf­bær­ar grá­sleppu­veiðar sem þóttu ómark­viss­ar og ófyr­ir­sjá­an­leg­ar, en þær höfðu áður verið háðar rétti til veiða sam­kvæmt leyf­um frá Fiski­stofu.

Formaður nefndarinnar er Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, en í nefndinni er einnig Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sem sagði sig úr vinstri grænum á síðasta ári fyrir að samþykkja frumvarp um kvótasetningu grásleppu. 

Frumvarpið sem nú verður tekið fyrir í nefndinni er ekki á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. 

Kvótasetning afnumin og þess í stað leyfisveiting frá Fiskistofu

„Grásleppuveiðar skulu háðar sérstöku leyfi Fiskistofu og eiga þeir bátar einir kost á slíku leyfi sem rétt áttu til leyfis á grásleppuvertíðinni 1997 samkvæmt reglum þar um,“ segir í frumvarpinu.

Í greinargerð frumvarpsins segir að kvótasetningin þjóni hvorki hagsmunum atvinnugreinarinnar né nytjastofnsins og þar með þjóni það ekki hagsmunum almennings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert