Stefna á kerfi með ríkisstyrktri fiskvinnslu

Sú leið sem ríkisstjórnin talar fyrir varðandi stóraukin veiðigjöld mun færa sjávarútveginn í átt til þess sem er í Noregi. Þar þarf ríkissjóður að halda fiskvinnslunni á fótum.

Þetta útskýrir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í samtali í Spursmálum. Orðaskiptin þar um má sjá í spilaranum hér að ofan.

Kerfin eru gjörólík

Bendir hún á að kerfin sem hafa verið byggð upp hér á landi annars vegar og í Noregi hins vegar séu gjörólík. Hér hafi tekist að skapa mikil verðmæti í landvinnslu og að stór hluti þess afla sem kemur að landi sé áframunninn í íslenskum frystihúsum. 

Því er ekki til að dreifa með sama hætti í Noregi þar sem gríðarlegt magn af fiski er flutt til landa á borð við Pólland og Kína þar sem hann er fullunninn.

Ekki hefur tekist í Noregi að tryggja fiskvinnslunni þann rekstrargrundvöll að hún standi vel undir sér. Hafa mörg fyrirtæki á sviðinu farið á hausinn og önnur njóta ríkisstyrkja til þess að halda starfseminni gangandi.

Viðtalið við Heiðrúnu Lind má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert