„Svar ráðherra dregur ekki úr áhyggjum mínum“

Guðrún Hafsteinsdóttir spurði atvinnuvegaráðherra um boðaða hækkun veiðigjalda í óundirbúnum …
Guðrún Hafsteinsdóttir spurði atvinnuvegaráðherra um boðaða hækkun veiðigjalda í óundirbúnum fyrirspurnum. mbl.is/Anton Brink

Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins furðar sig á því að ekki liggi fyr­ir grein­ing­ar um hver nettóá­hrif hækk­un veiðigjalda muni verða á rík­is­sjóð. Enn frem­ur geti hækk­un­in ollið auknu at­vinnu­leysi og minni skatt­tekj­um.

„Þess­ar breyt­ing­ar virðast hafa verið unn­ar í flýti án sam­ráðs við þau sam­fé­lög sem reiða sig einna helst á sjáv­ar­út­veg og án grein­ing­ar á áhrif­um á at­vinnu­líf í sjáv­ar­byggðum eða aðkomu fólks sem hef­ur lífsviður­væri sitt af grein­inni,“ sagði Guðrún Haf­steins­dótt­ir í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi í dag.

Und­ar­legt að ekki sé lagt mat á af­leidd áhrif á rík­is­sjóð

Guðrún sagði miklu máli skipta að það ríkti góð sátt um sjáv­ar­út­veg í sam­fé­lag­inu. Hún sagði enn frem­ur Sjálf­stæðis­flokk­inn vera til­bú­inn til að leita leiða til að betr­um­bæta regl­ur í um­gjörð at­vinnu­grein­ar­inn­ar.

Það verði aft­ur á móti að vera vandað til verka.

„Því vek­ur það undr­un að ekk­ert mat hef­ur verið lagt á af­leidd áhrif á rík­is­sjóð eða at­vinnu­stig. Samt hef­ur ráðherra talað um sann­girni og rétt­læti í þessu kerfi. Þetta kann að leiða af sér minni af­leidd­ar tekj­ur og færri störf sem fram­kalla minni skatt­tekj­ur og aukið at­vinnu­leysi. Því vil ég spyrja ráðherra hæst­virt­an, hvernig sam­ræm­ist það vandaðri stjórn­sýslu og rétt­læt­is­sjón­ar­miðum að leggja fram slík­ar breyt­ing­ar án nauðsyn­legs und­ir­bún­ings og sam­ráð sam­ráðs við þau sam­fé­lög og at­vinnu­vegi sem breyt­ing­arn­ar snerta hvað mest?“ spurði Guðrún.

Hef­ur ríkt „gap á milli þjóðar og út­gerðar“

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra sagði að það hefði ríkt „gap á milli þjóðar og út­gerðar“ og ekki ríkt sátt um hvað „rétt­lát­ur arður“ þjóðar­inn­ar af nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar ætti að vera.

„Hvað varðar grein­ing­ar þá var farið í þær. Það er að segja áhrif­in á út­gerðina á ein­staka út­gerðarfé­lög. Frí­tekju­markið er hækkað og þetta er nú í sam­ráðsgátt. Ég er sann­færð um það að það er eng­inn hér inni sem tel­ur það hlut­verk stjórn­mál­anna eða þeirr­ar sem hér stend­ur sem ráðherra mála­flokks­ins að svara því ef viðbrögð út­gerðarfyr­ir­tækja verða að loka vinnsl­um úti á landi. Það er al­ger­lega – og ég ætla bara að leyfa mér að segja það – gal­in fram­kvæmd í at­vinnu­grein sem mal­ar gull,“ sagði Hanna Katrín.

Hún sagði enn frem­ur að áhrif­in af hækk­un veiðigjalda ráðast af því hvernig út­gerðin bregst við hækk­un­un­um.

Hanna Katrín Friðriksson.
Hanna Katrín Friðriks­son. mbl.is/​Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

Áhætta með al­manna­fé „til að slá póli­tísk­ar keil­ur“

„Já, virðulegi for­seti, svar ráðherra dreg­ur ekki úr áhyggj­um mín­um. Veru­leg hækk­un veiðigjalda get­ur haft veru­leg áhrif á um­svif og af­leidd um­svif í sjáv­ar­út­vegi og þar með á aðrar tekj­ur rík­is­sjóðs, svo sem tekju­skatt, trygg­ing­ar­gjald og virðis­auka­skatt,“ sagði Guðrún og bætti við að eng­in grein­ing lægi fyr­ir á þess­um áhrif­um.

„Því spyr ég aft­ur: Tel­ur ráðherra for­svar­an­legt að leggja fram til­lög­ur um stór­kost­lega aukn­ar álög­ur á at­vinnu­grein án þess að fyr­ir liggi hver nettóá­hrif­in verði á rík­is­sjóð? Og ef rík­is­stjórn­in hef­ur enga hug­mynd um þau áhrif, er þá ábyrgt að taka slíka áhættu með al­manna­fé bara til að slá póli­tísk­ar keil­ur?“ spurði Guðrún.

Hanna Katrín sagði Guðrúnu vera full svart­sýna og kvaðst von­ast til þess að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri ekki að „skipa sér í sveit með stór­út­gerðinni með það að það séu eðli­leg viðbrögð við þess­ari eðli­legu leiðrétt­ingu að láta það koma niður á fólk­inu á lands­byggðinni og hóta lok­un á vinnslu um­fram það sem efni standa til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert