Vegurinn illa farinn eftir ágang sjávar

Unnið er að því að fjarlægja malbikið sem eyðilagðist en …
Unnið er að því að fjarlægja malbikið sem eyðilagðist en viðgerðir á veginum bíða betri tíma vegna veðurs. mbl.is/Jónas Erlendsson

Vegurinn niður að Reynisfjöru er illa farinn vegna sjógangs.

Unnið er að því að fjarlægja malbikið sem eyðilagðist en viðgerðir bíða betri tíma vegna veðurs.

„Það er bara verið að laga til þarna núna, og skafa malbikið af sem fór bara í döðlur,“ segir starfsmaður Vegagerðarinnar.

„Það verður bara gert við hann seinna, það er spáð einhverjum svipuðum aðstæðum aftur í kvöld.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert