Vestlendinga uggir vegna veiðigjalda

Þrjú fjölmennustu sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru verulega háð sjávarútvegi.
Þrjú fjölmennustu sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru verulega háð sjávarútvegi. mbl.is/Þorgeir

Samkvæmt samantekt Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er líklegt að breyttir útreikningar vegna veiðigjalda muni hafa töluverð áhrif á stærstu sveitarfélögin innan vébanda þeirra.

Þrjú fjölmennustu sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru verulega háð sjávarútvegi, en miðað við liðið ár byggist helmingur af útsvarsgrunni Snæfellsbæjar á þeirri atvinnugrein, nær 40% í Grundarfjarðarbæ og 15% í Stykkishólmi. Vægið er svipað þegar horft er til lengra tímabils.

Vegna fyrirhugaðra breytinga, sem geta haft þau áhrif að vinnsla verði óhagkvæmari, er athyglisvert að Grundarfjörður er háðari vinnslu en Snæfellsbær, á meðan veiðarnar vigta þyngra í Snæfellsbæ. Sjávarútvegur reyndist hafa mest vægi í Kaldrananeshreppi og Snæfellsbæ á öllu landinu þegar vægi veiða og vinnslu var lagt saman.

Samtökin fengu Vífil Karlsson hagfræðiprófessor til þess að taka þetta saman úr gögnum Hagstofu, en horft var til sjávarbyggða á landinu öllu. Hlutfall útsvarstekna frá fiskveiðum og fiskvinnslu er mjög mismunandi eftir byggðarlögum, eins og sjá má hér til hliðar og á vart að koma á óvart.

Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, vakti athygli á þessum tölum í gær og sérstaklega því að í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu væri hlutfallið aðeins 1-2%.

„En auðvitað fráleitt að kalla gjaldið landsbyggðarskatt!“

Þröstur hvatti til þess að menn tækju sér tíma í umræðu um þetta veigamikla hagsmunamál, en eins að hún yrði fremur byggð á gögnum en pólitískri æsingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka