Bann á einkaþotum og þyrluflugi samþykkt

Tillagan var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld.
Tillagan var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld. Samsett mynd

Til­laga Þór­dís­ar Lóu Þór­halls­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Viðreisn­ar, um bann á einkaþotum og þyrluflugi á Reykja­vík­ur­flug­velli var samþykkt á fundi borg­ar­stjórn­ar í kvöld. All­ir borg­ar­full­trú­ar í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar greiddu at­kvæði með til­lög­unni, auk Þór­dís­ar. 

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins greiddu at­kvæði gegn til­lög­unni og borg­ar­full­trú­ar Fram­sókn­ar sátu hjá. 

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Þór­dís að það hafi ekki komið henni sér­lega á óvart að til­lag­an hafi verið samþykkt:

 „Ég vissi að það eru þarna flokk­ar inn­an sam­starfs­flokk­anna fimm sem hafa haft þessa skoðun lengi og Vinstri græn­ir lögðu fram ekki ósvipaða til­lögu fyr­ir nokkru síðan. Svo vissi ég að þegar það kem­ur að raun­veru­leik­an­um myndu sam­starfs­flokk­arn­ir átta sig á því að við verðum að taka ákvörðun núna.“

Kefla­vík mögu­leg­ur kost­ur

Í til­lög­unni er lagt til að borg­ar­stjóra verði falið að beita sér fyr­ir því að færa um­ferð einkaþotna og al­mennt kennslu- og þyrluflug frá Reykja­vík­ur­flug­velli og tekið verði aft­ur upp sam­tal við ríkið byggt á sam­komu­lagi sem var gert árið 2013, þar sem kveðið er á um að inn­an­rík­is­ráðuneytið og Isa­via muni hafa for­göngu um að kennslu- og einka­flugi verði fund­inn nýr staður í ná­grenni við borg­ina.

Rétt er að taka fram að þyrluflug Land­helg­is­gæsl­unn­ar verður áfram á flug­vell­in­um. 

Seg­ir Þór­dís að nú sé bolt­inn hjá Heiðu Björg Hilm­is­dótt­ur borg­ar­stjóra sem þurfi að ræða við innviðaráðherra og for­svars­menn Isa­via um næstu skref og finna nýja staðsetn­ingu fyr­ir einka-, þyrlu- og kennsluflug. 

Er ein­hver staðsetn­ing sem þú sérð fyr­ir þér fyr­ir þá einka-, þyrlu- og kennsluflug? 

Það sem snýr að einkaþotum og þyrl­um finnst mér aug­ljóst að Kefla­vík gæti verið kost­ur, hvort sem það er nú­ver­andi Kefla­vík­ur­flug­völl­ur eða gamli hervöll­ur­inn. En kennsluflugið og einka­flugið er kannski aðeins flókn­ara og ég hef enga sér­staka skoðun á því,“ seg­ir Þór­dís. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert