Áttunda eldgosið við Sundhnúkagígaröðina hefur brotist út eins og mbl.is greindi frá fyrir skemmstu.
Áður höfðu þrjú gos brotist út í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Fagradalsfjall.
Hægt er að fylgjast með svæðinu í þremur vefmyndavélum mbl.is.
Ein þeirra er á fjallinu Þorbirni en tvær eru á Húsafelli, austan megin við Grindavík.
Vefmyndavél mbl.is á Þorbirni:
Vefmyndavél á Húsafelli sem beint er að Sundhnúkagígaröðinni:
Vefmyndavél með víðlinsusjónarhorn frá Húsafelli: