Búið að rýma Bláa lónið

Bláa lónið.
Bláa lónið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bláa Lónið í Svartsengi hefur þegar rýmt öll sín athafnarsvæði í Svartsengi vegna kvikuhlaups sem hófst fyrr í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa Lóninu. Þar segir að rýmingin hafi gengið vel og gestir séu komnir eða á leið á önnur hótel og starfsmenn til síns heima.

„Við viljum þakka gestum góðan skilning, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Allar starfsstöðvar Bláa Lónsins í Svartsengi verða lokaðar fram eftir degi. Frekari upplýsingar verða veittar eftir því sem líður á daginn,“segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert