Ekið á gangandi vegfaranda

Lögregla á vettvangi slyssins.
Lögregla á vettvangi slyssins. mbl.is/Eyþór

Mikill viðbúnaður er eftir alvarlegt umferðarslys þar sem ekið var á gangandi vegfaranda nærri gatnamótum Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar.

Viðkomandi var fluttur á bráðamóttöku LSH í Fossvogi.

Töluverð vinna er í gangi á vettvangi og má búast við lokunum í einhvern tíma.

Þetta segir vakt­stjóri á stjórn­stöð slökkviliðis­ins á höfuðborg­ar­svæðinu í samtali við mbl.is. Segir hann ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Þrjú umferðarslys urðu á svipuðum tíma

Auk þessa urðu tvö önnur umferðarslys á svipuðum tíma, þó ekki eins alvarleg.

Þau urðu í Garðabæ, nálægt Kaplakrika, og á Bústaðavegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert