Ekkert lát á skjálftavirkni við Reykjanesbraut

Innan við þrír kílómetrar eru frá mestu skjálftavirkninni og að …
Innan við þrír kílómetrar eru frá mestu skjálftavirkninni og að Reykjanesbraut. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúar Vallanna í Hafnarfirði höfðu orðið varir við skjálftavirkni áður en skjálfa tók af krafti við Reykjanestá, svo mjög að þess varð vart á Vestur- og Suðurlandi.

Að öllum líkindum valda þessu skjálftar austur af Vogum og skammt suður af Reykjanesbraut, sem vísindamenn Veðurstofu telja að séu af sökum kvikugangs sem hafi teygt sig þarna til norðurs.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, telur á sama tíma líklegra að flekahreyfingar komi skjálftunum af stað.

Um og yfir þremur að stærð

Hvað sem því líður virðist sem ekkert lát sé á skjálftavirkninni. Stærstu skjálftarnir á svæðinu hafa mælst um og yfir þremur að stærð.

Þá eru nú innan við þrír kílómetrar frá mestu skjálftavirkninni og að Reykjanesbraut.

Enn hefur þó mest borið á þeim stóru skjálftum sem urðu við Reykjanestá nú síðdegis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert