Endurskoða þurfi samninga

Orka Skúli Þór Helgason, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur.
Orka Skúli Þór Helgason, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur. Morgunblaðið/Eyþór

Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í lok janúar lagði Skúli Þór Helgason stjórnarmaður OR fram tillögu og bókun er varðar raforkusamninga við stórnotendur. Skúli bendir á að á næstu þremur árum renni út raforkusölusamningar við stórnotendur um ríflega 215 MW af orku sem svarar til 82% af samningsbundnu orkumagni sem tengt er við álverð.

Hefur Skúli óskað eftir því að framkvæmdastjóri ON/ON Power skili minnisblaði þar sem útlistað verði hvaða áhrif það hefði á afkomu fyrirtækisins og þar með samstæðu OR ef orka sem er nú bundin í samningum við Norðurál og aðra stórnotendur yrði seld á markaðsverði.

Morgunblaðið leitaði vegna þessa til Skúla, sem lagði meðal annars áherslu á að margfaldur ávinningur væri af endurskoðun samninga við Norðurál og að ávinningurinn gæti numið milljörðum króna á hverju ári. Mikil tækifæri væru fólgin í því að hluti þeirrar orku sem bundin hefði verið í samninga við Norðurál yrði til úthlutunar fyrir nýja kaupendur.

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir stjórnarmaður OR, sem sat umræddan fund, er þessu ósammála og bendir á að bæði áliðnaðurinn og OR hafi hagnast á þessum samningum og með þeim hafi skapast tækifæri til uppbyggingar sem annars hefði ekki orðið.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag og í Moggaappinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert