Gosið ekki „mjög aðlaðandi“ að sjá frá brautinni

Athygli hefur vakið að minna er um mannaferðir en oft áður, á helstu útsýnisstöðum eldgossins, en lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að eðlilegar útskýringar séu fyrir því.

„Ég held að þetta gos sé nú ekki mjög aðlaðandi fyrir þá sem fara til að mynda um Reykjanesbrautina. Ég held að það sjáist hreinlega illa til gosstöðvanna, það er nú kannski helsta skýringin,“ segir lögreglustjórinn Úlfar Lúðvíksson í samtali við mbl.is.

Horft yfir gosið í morgun úr þyrlu Norðurflugs.
Horft yfir gosið í morgun úr þyrlu Norðurflugs. mbl.is/Árni Sæberg

Lítill kraftur

Hann nefnir einnig að um sé að ræða ítrekaða viðburði á Reykjanesskaga þannig að dvínandi áhugi gæti einnig spilað inn í.

„Svo er lítill kraftur, finnst mér, í þessu gosi. Það er skýringu að finna þar jafnframt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert